Myndmál fær nýtt líf

 

Myndmál fær nýtt líf

Myndmál hefur verið hluti af lífi fjölmargra barna, foreldra og sérfræðinga í mörg ár. Í september, 2018, bar hins vegar til tíðinda. Eigendur Myndmál tilkynntu að komið væri að tímamótum. Myndmál vefurinn, www.myndmal.is, myndi fá nýtt líf í nýju rekstar-formi. Ástæðan var í raun einföld: þáverandi ásýnd síðunnar var ekki lengur ásættanleg fyrir vefsíðu sem væri uppi á árinu 2018. Breytingar til hins betra væru nauðsynlegar. Aðlaga þyrfti vefinn að nútímanum.

Hvað er Myndmál?

Myndmál er myndrænt orðasafn á internetinu. Það hjálpar fagfólki og foreldrum að vinna með málörvun barna sinna og nemenda. Það eykur orðaforða, lesskilning og framburð. Myndmál er fyrst og fremst hannað sem kennsluvettvangur fyrir börn á leikskólaaldri og upp í yngstu bekki grunnskólanna. Kennarar upp í 3. bekk grunnskólanna hafa notað Myndmál með nemendum sínum. Það hefur líka reynst vel í talmeinakennslu undir leiðsögn talmeinafræðinga.

Verkefnið hefur mótað málþroska hundruða barna og tekið þátt í því að efla félagsþroska þeirra. Tvítyngdir einstaklingar sem hafa átt erfitt framdráttar í samskiptum hafa sýnt fram á miklar framfarir eftir að hafa fengið handleiðslu með námsefninu. Kerfið hentar þó fólki á öllum aldri sem er að taka fyrstu skrefin í íslensku. Námsefnið er mjög fjölbreytt.

Að gerð Myndmál kemur leikskólakennari, fyrrum sérkennslustjóri og tölvunarfræðingur. Þar að auki er nánast allt efnið talsett af talmeinafræðingi. Fagfólk og foreldrar geta því verið viss um að kennsluefnið sé samsett af fagfólki og í öruggu umhverfi. Myndmál hefur verið í notkun í mörg ár hjá leikskólum, grunnskólum, talmeinafræðingum og heimilum um land allt.

Þú getur prófað fjöldan allan af orðum frítt í Prufuútgáfunni. Ef að þú heldur að Myndmál muni nýtast í þínu nærumhverfi þá geturðu fundið áskriftarleið sem að hentar fyrir þitt umhverfi hérna: Áskriftarleiðir & Verðskrá.

Forsaga Myndmál

Ragnhildur Gunnarsdóttir er leikskólakennari, fyrrum sérkennslustjóri og áhugaljósmyndari. Hún fann í starfi sínu fyrir miklum skorti á stafrænu námsefni fyrir nemendur sína til þess að efla málþroska og stuðla að málörvun þeirra. Það væri ekki nógu mikil áhersla lögð á yngstu kynslóðina í þeim efnum.

Ragnhildur Gunnarsdóttir er leikskólakennari, fyrrum sérkennslustjóri og áhugaljósmyndari

Mörg börn ná ekki að mynda þann málþroska sem til þarf á tilsettum tíma. Þau ná þar af leiðandi oft ekki að tjá sig og mynda sterk félagsleg tengsl. Þetta vandamál var hvað mest áberandi þegar hún vann með tvítyngdum börnum, en var þó alls ekki eingöngu bundið við þau. Mörg börn ná einfaldlega ekki að dafna nógu vel í samfélaginu vegna tungumálaörðugleika og málþroska-raskana.

Ragnhildur ákvað að taka málin í sínar eigin hendur. 

Fyrstu skref Myndmál tekin

Hún byrjaði að taka ljósmyndir, talsetja þær og skrifa við þær texta. Markmiðið var að setja saman skemmtilegt námsefni fyrir nemendur sína. Hún vildi að börnin gætu aukið við orðaforðann og lært að beita sér í tali og skilningi í þeirra daglega lífi.

Hún bjó til PowerPoint sýningar sem nemendur hennar gátu stýrt í tölvunni með músinni. Yngstu nemendurnir þurftu leiðsögn en eldri krakkarnir höfðu mikið gaman að því að geta stýrt sýningunum sjálf. Nemendur hennar gátu stýrt sýningunum sjálf, hlustað, lesið með og talað.

Hér má sjá kennara og nemanda vinna saman með eina af fyrstu sýningunum hennar Ragnhildar.

Sýningarnar reyndust lærdómsríkar og ennfremur skemmtilegar. Árangurinn stóð ekki á sér. Orðaforðinn, málþroskinn og framburður nemenda hennar jókst til muna. Hún á sögur um það hvernig tvítyngdir nemendur hennar sem að gekk illa að fóta sig í tungumálinu fóru heim með geisladisk og í samvinnu við fjölskyldur þeirra tókst þeim að ná mjög góðum tökum á tungmálinu. Oft var það ekki bara barnið sem að fékk að njóta góðs af framförunum en Myndmál er frábært fyrir fólk á öllum aldri sem er að taka fyrstu skrefin í tungumálinu.

Börn sem að stóðu sig illa í íslenskunni byrjuðu fljótlega að mynda tengsl við samnemendur sína eftir að hafa notað Myndmál í nokkurn tíma og sýndu fram á forystuhæfileika þegar það koma að því að leiðbeina öðrum með það hvernig nota ætti sýningarnar.

Næstu skref hjá Myndmál

Ragnhildur byrjaði að selja sýningarnar á geisladiskum til skóla og heimila. Markmiðið var að gera fleirum kleyft að njóta góðs af þeirri vinnu sem hún hafði lagt fram og sjá til þess að hún gæti tekið verkefnið áfram á næsta stig. Henni fannst þó ekki ganga að halda áfram að notast við geisladiska eða hefðbundnar glærusýningar. Það þyrfti að koma verkefninu yfir í stafrænt form sem væri aðgengilegt öllum.

Árið 2012 kom hún sér í samband við Jónas Tryggva Stefánsson, þá nema í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Jónas var sjálfur tvítyngdur sem barn. Foreldrar hans eru bæði íslensk en Jónas fæddist í Álaborg í Danmörku þar sem að faðir hans var að læra verkfræði við Álaborgarháskóla. Jónas bjó þar fyrstu ár ævi sinnar en var svo alinn upp í Hafnarfirði eftir að hann og fjölskylda hans flutti til Íslands.

Hann fékk strax áhuga á verkefninu þegar hann frétti af því og féllst á að mynda samstarf með Ragnhildi. Markmiðið með samstarfinu var að gefa heiminum kleyft að nálgast það mikla efni sem að Ragnhildur var búin að setja saman. Hún var líka bara rétt að byrja.

Jónas (2. frá hægri), ásamt systkinum sínum (1.-3. frá vinstri: Óli, Arna, Eyþór), ásamt Kareni, kærustu Eyþórs (3. frá hægri) og Þórhildi (1. frá hægri), kærustu Jónasar. Það er fátt sem að jafnast á við samverustund með fjölskyldu og vinum.

Myndmál verður að raunveruleika

Samstarf Ragnhildar og Jónasar skilaði sér í verkefni sem að þau ákváðu að kalla Myndmál. Ákveðinn leikur að orðum þar á ferð en upprunalega merking orðsins er talsvert önnur eins og flestir vita.

Afrakstur samstarfsins varð vefsíða sem að notar talsettar myndir, að mestu leyti talsettar af Hildi Eddu Jónsdóttir talmeinafræðingi, með texta og bakgrunnshljóðum. Saman eflir efnið málþroska, framburð og lesskilning.  Með Myndmál sparar fagfólk þann tíma sem það tekur að setja saman eigið námsefni.

Á sama tíma hafa foreldrar beinan aðgang að námsefni sem er við hæfi fyrir börnin þeirra og aðgengilegt á einfaldan máta, hvar og hvenær sem er. Eina skilyrðið er að nettenging sé til staðar. Í dag innihalda útgáfur kerfisins á annað þúsund talsettar myndir. Nemendur í Myndmál geta lært allt milli himins og jarðar, allt frá stöfunum og litunum upp í framburðaræfingar og lestraræfingar. Börnin upplifa mikla gleði við það að verða sjálfstæðari einstaklingar í tungumálinu.

Vefurinn var opnaður í október, árið 2012. Myndmál hefur verið í notkun á leikskólum, skólum, hjá talmeinafræðingum og á heimilum um land allt frá stofnun verkefnisins.

Myndmál finnur fyrir stöðnun

Ragnhildur hélt áfram að þróa námsefni í Myndmál eftir því sem að árin liðu. Vefurinn sjálfur var hinsvegar ekki uppfærður í takt við þá hröðu tækniþróun sem átti eftir að eiga sér stað.

Spjaldtölvur og önnur snjalltæki áttu fljótt eftir að riðja sér til rúms. Kerfið aðlagaði sig ekki að hinum ýmsu snjalltækjum og áskriftarleiðirnar voru ekki miðaðar við nútíma fjölda af tækjum, sem að skólar og heimili áttu eftir að þekkja. Fljótlega þótti staðalbúnaður að geta keypt áskrift í gegnum rafrænar greiðslugáttir og geta fengið afgreiðslu án tafar. Reksturinn var líka óskýr þar sem að það var ekkert formlegt rekstarform til fyrir starfsemina.

Myndmál var ekki að takast að halda í við tækniþróunina. Kröfur almennings og fagaðila um þjónustu sem að miðaði við þeirra kröfur um nútímaþjónustu í gegnum internetið höfðu breyst. Það þyrfti að endurskoða hlutina.

Myndmál fær nýtt líf

Ragnhildur og Jónas ákváðu að það þyrfti að koma með nýja útgáfu af Myndmál. Þar að auki þyrfti reksturinn að vera með formlegra móti. Þetta ákváðu þau snemma á árinu 2018.

Nýja útgáfan myndi vera snjöll og aðlaga sig að spjaldtölvum og öðrum snjalltækjum. Þar að auki þyrfti vefurinn að vera aðgengilegur sem vef-app. Það þyrfti að vera hægt að opna Myndmál án þess að þurfa að opna vafra af fyrra bragði. Bæta þyrfti við rafrænum greiðslugáttum. Það þyrfti að vera hægt að kaupa áskrift á augabragði. Ennfremur ættu allir að geta prófað hluta af Myndmál endurgjaldslaust og sjá hvað Myndmál hefur upp á að bjóða.

Einnig vildu þau sjá Myndmál bloggið verða til. Bloggið ætti að innihalda ýmsan fróðleik um málþroska, sögur og umfjallanir af ýmsu tagi er snertir tungumálið.

Til þess að samstarfið gæti farið á næsta stig ákváðu þau að stofna formlegan rekstur fyrir Myndmál. Þetta varð loksins að raunveruleika þegar að þau stofnuðu Myndmálið Mitt í september 2018.

Jónas og Ragnhildur, eigendur Myndmál, takast í hendur er þau stofna Myndmálið Mitt.

Mánuði seinna fór nýja útgáfan af Myndmál í loftið á www.myndmal.is. Með henni varð Myndmál að snjöllum vef sem hægt er að nota sem vef-app. Netgíró hefur verið bætt við sem rafrænni greiðslugátt og verið er að skoða fleiri leiðir. Áskriftarleiðirnar hafa verið aðlagaðar að nútímaaðstæðum skóla, stofnana og heimila.

Allir geta prófað prufuútgáfuna í Myndmál frítt og séð flokkana sem að Myndmál inniheldur, hérna: Prufuútgáfan.

Síðast en ekki síst hefur Myndmál bloggið verið opnað með þessari færslu. Vænta má fleiri spennandi framfarir eftir því sem að á líður.

Myndmál appið

Hægt er að nota Myndmál sem vef-app í spjaldtölvum og öðrum snjalltækjum.

Eftirfarandi leiðbeiningar á YouTube rásinni okkar sýna hvernig má nálgast það og setja upp í snjalltækinu á rúmri mínútu:

Myndmál app í iPad/iOS snjalltækjum:

Eftirfarandi YouTube myndband sýnir þér hvernig þú getur sett upp appið í iPad/iOS snjalltækjum á rúmri mínútu:

 

Myndmál app í Android snjalltækjum:

Eftirfarandi YouTube myndband sýnir þér hvernig þú getur sett upp appið í Android snjalltækjum á rúmri mínútu:

 

Hvernig getur Myndmál hjálpað þér?

Framboð af íslensku námsefni sem er sérsniðið fyrir málörvun er af skornum skammti. Með Myndmál spararðu þann tíma sem að það tekur fyrir þig að búa til þitt eigið efni.

Börn og aðrir tvítyngdir einstaklingar fá kennsluefni sem er sérsniðið að þeirra þörfum. Með því að auka málþroska einstaklinga þá stuðlum við að vellíðan þeirra. Að geta tjáð okkur er grundvallarþörf sem nauðsynlegt er að uppfylla.

Fagfólk og foreldrar vilja veita börnum eins gott veganesti fyrir lífið og völ er á. Með samstarf við Myndmál getum við undirbúið þau. Þú getur lesið ýmis ummæli sem að Myndmál hefur fengið, hérna:  Myndmál Ummæli.

Myndmál í dag

Myndmál er komið á nýtt og hærra plan. Reksturinn fékk nýtt rekstarform, nýja vefsíðu og nýtt vef-app. Myndmál er ennþá aðgengilegt í gegnum vefinn á www.myndmal.is og það verða ennþá sömu eigendur að Myndmál og áður.

Ragnhildur og Jónas reka það nú í gegnum fyrirtækið Myndmálið Mitt. Vefurinn, nú einnig aðgengilegt sem vef-app, er endurfæddur í nýrri útgáfu og allir geta prófað hann frítt hérna: Prufuútgáfa Myndmál.

Áskriftarleiðir sem eru sérsniðnar að heimilum, skólum og öðrum stofnunum eru í boði. Hægt er að greiða fyrir áskrift með Netgíró. Skoðaðu hvaða áskriftarleið hentar fyrir þig: Áskriftarleiðir & Verðskrá.

Fylgstu með Myndmál

Viltu vita þegar að við bætum við áhugaverðum færslum, fréttum eða annað efni sem að snertir málþroska, málörvun, eflingu orðaforðans eða Myndmál? Skráðu þig þá á póstlistann okkar.

Við sendum þér líka ókeypis punkta í tölvupósti sem eru hugsaðir til þess að hámarka árangur hjá börnum og þeim sem eru að kenna þeim, það á bæði við um foreldra og fagfólk.

Deildu færslunni ef þér fannst hún áhugaverð:

Myndmál

Myndmál er myndrænt orðasafn sem eflir orðaforða, lesskilning og framburð.

1 Response

  1. 23. janúar, 2019

    […] gífurlega þörf er einmitt ástæðan afhverju við bjuggum til Myndmál og ákváðum við að stofna formlegan rekstur til þess að geta […]