Facebook Myndmál | Umsagnir

Umsagnir

"Myndmál er vefur sem hjálpar fagfólki og öðrum að kenna íslensku. Sem talmeinafræðingur hef ég notað Myndmál töluvert til að kynna og kenna íslenskan, algengan orðaforða. Myndmál er frábær viðbót við kennslugögn á íslensku sem við eigum því miður of lítið af fyrir yngsta hópinn okkar. Þar sem ég sinni talþjálfun að mestu leyti í gegnum netið hentar Myndmál mjög vel en Myndmál ætti að henta öllum hvort sem þeir vinna með hópa eða einstaklinga. Hvet alla sem vinna með íslenskt mál að kynna sér Myndmál."
-- Tinna Sigurðardóttir, talmeinafræðingur hjá Tröppu.

"Rosalega flott framtak, finnst einmitt mjög erfitt að finna íslenskt efni til að geta aðstoðað börnin mín með málþroskann og skilninginn, hef þurft að útbúa mín egin verkefni fyrir þau og krefst það mikils tíma og þolinmæðar að útbúa svoleiðis sjálfur, því finnst mér þetta mjög sniðugt verkefni! :)"
-- Fríða Björk

"Virkilega flott framtak :)
hvað mig snertir þá er ég ofsalega glöð að þessi síða skyldi fæðast. Þetta getur hjálpað [...] svo mikið. Frábært hjá ykkur."
-- Sigríður Ásgeirsdóttir

"Ég er með mikið af tvítyngdum börnum þar sem ég er og ég fagna þessari síðu og við ætlum sannarlega að kaupa aðgang fyrir börnin okkar :)"
-- Kristín Birna Björnsdóttir

"Virkilega flott framtak :)"
-- Katrín Mörk Melsen

"Glæsilegt framtak sem á örugglega eftir að nýtast vel :)"
-- Jónína Rós Guðmundsdóttir

"Þetta er snilldar hugmynd."
-- Lilja Markúsdóttir

"Ég er búin að skoða og er mjög hrifin. Til hamingju með þetta fína og merka verk."
-- Kristín Sævarsdóttir

"Flott framtak."
-- Sigrún Óla