Facebook Myndmál - Myndar tengingu við tungumálið

Myndmál

Myndrænt Orðasafn

Myndmál myndar tengingu við tungumálið

Viltu efla orðaforðann?

Skemmtilegt námsefni búið til af leikskólakennara, sérkennslustjóra og talmeinafræðing.

Stafirnir, litirnir, sagnir, dýrin, matur, hljóðakeðjur, lestaræfingar, framburður og margt fleira.

Allir geta prófað prufuútgáfuna 100% frítt.

Ertu tilbúin(n) til að kaupa áskrift?

Um Myndmál

Fjölmargir leikskólakennarar, sérkennslustjórar, leiðbeinendur og foreldrar eru sammála um að það sé ekki til nóg úrval af rafrænu námsefni fyrir yngstu kynslóðina til þess að læra íslensku. Erfitt er að finna efni sem að kennir orðaforða, lesskilning og framburð. Þörfin nær upp í yngstu bekki grunnskólanna.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, leikskólakennari og sérkennslustjóri, ákvað að taka málin í sínar eigin hendur. Hún byrjaði að taka myndir, talsetti þær og skrifaði við þær texta. Hún bjó til PowerPoint sýningar sem nemendur hennar gátu stýrt í tölvunni. Sýningarnar reyndust lærdómsríkar og ennfremur skemmtilegar.

Verkefnið sýndi fljótt góðan árangur. Ragnhildur fékk til liðs við sig Jónas Tryggva Stefánsson, forritara. Hann var tilbúinn til þess að hjálpa henni að gera Myndmál aðgengilegt í gegnum internetið. Samvinna þeirra skilaði sér í vefnum Myndmál. Myndmál inniheldur heimilisútgáfu, skólaútgáfu og prufuútgáfu.

Í dag eflir Myndmál orðaforða, lesskilning og framburð með því að bjóða upp á talsettar myndir með texta og bakgrunnshljóð þar sem við á. Ennfremur hefur Hildur Edda Jónsdóttir, talmeinafræðingur, talsett megnið af Myndmál og tryggir því afburðar-framburð.

Myndmál hentar öllum einstaklingum sem eru að efla orðaforða, framburð og lesskilning í íslensku. Þar má helst nefna leiksskólabörn og yngstu nemendur grunnskólanna. Börn með málþroskaraskanir hafa sýnt mikla framför eftir notkun á Myndmál. Myndmál er líka fyrir fullorðna nýliða í tungumálinu okkar.

Hafðu samband við okkur ef þú ert með spurningar eða ábendingar, við tökum öllum fagnandi.

Við

Jónas Tryggvi Stefánsson er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur stundað hugbúnaðargerð í áratug. Sjálfur var hann tvítyngdur sem barn og vakti verkefnið því snemma áhuga hans.

Ragnhildur Gunnarsdóttir er leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands og fyrrum sérkennslustjóri. Ragnhildur hefur starfað á leikskólum í rúm 30 ár og þar af í tæpan áratug sem sérkennslustjóri.

Ragnhildur Gunnarsdóttir og Jónas Tryggvi Stefánsson

Hildur Edda Jónsdóttir, talmeinafræðingur frá Háskóla Íslands, hefur séð um nánast alla talsetningu fyrir Myndmál og sér til þess að framburður sé til fyrirmyndar.