Facebook Myndmál | Algengar spurningar

Algengar spurningar - FAQ


Q: Get ég prófað Myndmál frítt?
A: Já, allir geta prufað prufuútgáfuna af Myndmál sem sýnir alla flokkana í Myndmál og býður upp á tvær talsettar myndir með texta og bakgrunnshljóðum í hverjum flokki. Skoðaðu prufuútgáfuna.


Q: Fyrir hverja er Myndmál?
A: Myndmál er fyrir alla þá sem eru að taka fyrstu skrefin í íslensku máli og riti. Þar ber helst að nefna leikskólabörn og börn í yngstu bekkjum grunnskólanna. Myndmál hentar fullkomnlega fyrir eldri einstaklinga líka sem eru að læra grunninn í íslensku. Kerfið notast við myndir, upplestur, texta og bakgrunnshljóð þannig að notast er við öll skilningarvitin til þess að eflast í tungumálinu þegar notast er við Myndmál.


Q: Hvernig virkar áskriftin?
A: Hver áskrift gildir í eitt ár frá því að hún er virkjuð og virkja þarf áskrift innan við ár eftir að hún er keypt.


Q: Er til iPad/iPhone app fyrir Myndmál?
A: Hægt er að setja Myndmál upp sem app í iPad/iPhone snjalltækjum með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum á YouTube.


Q: Er til Android app fyrir Myndmál?
A: Hægt er að setja Myndmál upp sem app í Android snjalltækjum með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum á YouTube.


Q: Hver er munurinn á heimilisútgáfunni og skólaútgáfunni?
A: Heimilisútgáfan inniheldur allar þær talsettu myndir með texta sem að Myndmál hefur uppi á bjóða. Skólaútgáfan býður upp á sömu hluti en hentar betur til þess að prófa nemendur. Innifalið í skólaútgáfunni er hljóðlaus útgáfa sem hentar mjög vel til þess að meta lesskilning og talgetu nemenda. Skólaútgáfan er líka með lista sem hægt er að prenta út og er almennt ódýrari í verði í hlutfalli við fjölda samfelldra tenginga sem að fylgir útgáfunni.


Q: Hvað kostar áskrift af Myndmál?
A: Verðskrá Myndmál er aðgengileg hérna.


Q: Hvernig get ég borgað fyrir áskrift af Myndmál?
A: Hægt er að borga með Netgíró og millifærslum. Stofnanir geta einnig fengið senda kröfu og reikning.


Q: Hvaða fólk er á bakvið Myndmál?
A: Myndmál var stofnað árið 2012 af Ragnhildi Gunnarsdóttir, leikskólastjóra og fyrrum sérkennslustjóra, og Jónasi Tryggva Stefánssyni, tölvunarfræðing. Þau reka Myndmál í sameiningu í gegnum fyrirtækið Myndmálið Mitt ehf. Ýmsir sérfræðingar hafa komið við sögu hjá Myndmál og þar ber helst að nefna Hildi Eddu Jónsdóttir, talmeinafræðing, en hún talsetti flesta myndirnar í Myndmál.


Við tökum glöð við spurningum og ábendingum. Hafðu samband.